#146 - Lárus Welding
Manage episode 350150197 series 2390720
Lárus Welding setti sér það markmið að gerast bankastjóri fyrir þrítugt eftir að hafa séð Bjarna Ármannsson gera slíkt hið sama 10 árum áður. “Það reyndust stór mistök," enda hvarflaði ekki að honum að í kjölfar 17 mánaða sem bankastjóri myndu fylgja 17 ár af málaferlum.
Lárus segir á einlægan hátt frá vegferðinni í átt að bankastjóratitlinum; svarta beltinu í karate, ofsakvíðakasti eftir samningaviðræður í London, glímuna við áfengi og að gefa það upp á bátinn eftir atvik degi fyrir afmæli dóttur hans, AA samtökunum, hvað starfsfólki bankanna gekk til í hruninu, heimsóknir til sálfræðings og geðlæknis og hvernig hreyfing, nám og að biðja fyrir þeim sem sóttu að honum voru mikilvæg vopn í baráttunni við vonleysið sem herjaði á hann árin eftir hrun.
157 episoder