#10 - Valið á landsliðshópnum, markmiðin og afreksmál - Mikael Schou, afreksstjóri HRÍ
Manage episode 301399999 series 2938272
Framundan er stórhátíð fyrir íslenskt hjólreiðaáhugafólk. Tólf íslenskir keppendur taka þátt í Evrópumótinu í Trentino á Ítalíu eftir viku og fjögur mæta á heimsmeistaramótið í Belgíu eftir tvær vikur. Mikael Schou, afreksstjóri HRÍ, kynnti hópinn í ágúst, en í nýjasta hlaðvarpi Hjólafrétta fer hann yfir valferlið á keppendum, markmiðin, framtíðarhugmyndir í afreksmálum og nýlega æfingarferð til Svíþjóðar svo eitthvað sé nefnt. Það eru hjólavinirnir í KPMG sem eru bakhjarl þáttarins.
23 episoder